Breska tónlistarútgáfufyrirtækið EMI hækkaði mest um rúm 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá því Warner Music Group hafi komið að máli við fyrirtækið með nýtt yfirtöku í huga, en EMI tók þó fram að stjórninni hafi enn ekki borist yfirtökuboð.

EMI hefur gefið út tvær afkomuviðvaranir á innan við mánuði, en fyrirtækin hafa reynt að sameinast að minnsta kosti þrisvar sinnum síðan árið 2000, en síðast slitnaði upp úr viðræðum í kjölfar þess að evrópsk samkeppnisyfirvöld úrskurðuðu að samruni Sony og Bertelsmann AG væri ólögmætur.