Rolls Royce mun framleiða vélar fyrir nýjustu flugvél Emirates, Airbus A380s. Breska fyrirtækið segir það sé í kjöraðstöðu til að hanna sparneytnari vél ef allt fer samkvæmt áætlun. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hlutabréfaverð Rolls Royce hækkaði við fréttatilkynninguna þó svo að fyrirtækið sé búið að gefa það út að það muni líklegast vera minni hagnaður í ár heldur en á síðasta ári.

Emirates segir að samningurinn styrki bönd milli Bretlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og muni hafa mikil efnahagsleg áhrif.

Framleiðsla vélanna mun fara fram í Singapore.