Ítalska knattspyrnuliði AC Milan hefur ná styrktarsamningum við flugfélagið Emirates, sem er í eigu yfirvalda í Dubai, að andvirði 60 milljón evra.

Samningurinn, sem gildir til fjögurra ára, tekur gildi í júlí n.k., þannig að merki Emirates mun á næstu leiktíð prýða búninga AC Milan. Emirates hefur þó stutt AC Milan að einhverju leyti síðustu ár þó búningar félagsins hafi ekki prýtt merki félagsins.

Emirates „sponsar“, eins og það er kallað í heimi íþróttanna, nú þegar fjölmörg knattspyrnulið. Þar á meðal eru franska félagið Paris Saint, þýska liðið Hamburg.

Frægasti styrkþeginn hingað til er breska knattspyrnuliðið Arsenal en nýr heimavöllur Arsenal heitir í höfuðið á flugfélaginu. Styrktarsamningurinn á milli Emirates og Arsenal hljóðaði upp á 100 milljónir Sterlingspunda þegar hann var undirritaður árið 2004.