Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hefur gengið frá ráðningu Emmu Walmsley í forstjórastól fyrirtækisins. Tekur hún við stöðunni í mars árið 2017.

Walmsley starfaði áður sem yfirmaður neytendamála hjá GKS. Hún verður fyrsta konan í sögu fyrirtækisins.

Áður en hún var ráðin til GSK starfaði hún fyrir franska snyrtivörufyrirtækið L'Oreal.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segist Walmsley vera hæstánægð að hafa verið skipuð forstjóri fyrirtækisins.