Emma Watson, sem lék í Noah, segist hafa haft efasemdir um ákvörðun Darrens Aronofsky um að gera Noah. Hún hafi þó ákveðið að vera með eftir að hún las handritið. Fréttavefur Sky segir að kvikmyndin Noah sé sú dýrasta sem Emma hafi leikið í síðan hún lék í Harry Potter.

Aronofsky hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir myndina og hefur hún verið bönnuð í nokkrum bókstafstrúarríkjum, þar á meðal Bahrein og Katar. Ástæðan er sú að það stríðir gegn Islam að sýna persónur úr trúarritum í lofandi ljósi eins og gert er í myndinni.

Emma Watson segir að Aronofsky sé vanur að gera myrkar og raunverulegar myndir. Þegar maður sjái aftur á móti Nóa, skegghærðan og öll dýrin í Örkini, þá sé það ólýsanlegt.