Emmessís starfar á samkeppnismarkaði og nýtur hvorki sérkjara né ívilnana frá Mjólkursamsölunni, tengdum fyrirtækjum né opinberum aðilum í formi niðurgreiðslna eða styrkja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum fyrirtækisins.

„Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu og hefur verið það síðan Mjólkursamsalan seldi ísgerðina árið 2007," segir í tilkynningunni. „Núverandi eigendur Emmessíss hafa allt frá því þeir tóku við fyrirtækinu lagt áherslu á að mæta óskum og þörfum neytenda um góða vöru á samkeppnishæfu verði."