Eigendur Empire State byggingarinnar í New York ætla að selja hlutafé í fasteignafélaginu Empire State sem á bygginguna, segir BBC .

Fasteignafélagið Empire State ætlar að safna einum milljarði bandaríkjadala með því að skrá félagið í kauphöllina í New York.

Alls verða boðnir 71,5 milljónir hluta á verðinu 13-15 dalir á hlut. Lokaverðið verður endanlega ákveðið þann 1. október næstkomandi.

Empire State byggingin er ein frægasta bygging í heimi. Hún var byggð í Kreppunni miklu árið 1931 og var stærsta bygging í heimi þangað til árið 1972, þegar World Trade Center varð stærri.

Byggingin hefur birst í fjölmörgum Hollywoodmyndum.