Forsvarsmenn Empire State byggingarinnar í New York hafa gert samning við fyrirtækið Green Mountain Energy Company um kaup á endurnýjanlegri orku. Telst byggingin þá vera orðin einn stærsti kaupandi borgarinnar á grænni orku.

Frá þessu segir í markaðsfréttum Kolku, ráðgjafafyrirtækis tengdum kolefnisviðskiptum.

„Samningurinn felst í því að fyrirtækið tryggir þeim endurnýjanlega orku í gegnum tilboðsmarkaði til tveggja ára sem verður í formi vind orku.(RECs). Jafnframt mun fyrirtækið vinna að fræðsluefni til að upplýsa bæði leigjendur og gesti byggingarinnar um kosti þess að velja fremur endurnýjanlega orkugjafa. Einnig er stefnt að því að skipta út gleri í öllum 6,500 gluggum byggingarinnar fyrir betur einangrað gler, lýsing verður bætt, loftræstikerfið verður endurskoðað ásamt ýmsu öðru sem ætlað er að hafa muni orkusparandi áhrif.

Kostnaður við þessar endurbætu er áætlaður um 13 milljónir bandaríkja dollara, en á móti verðir dregið úr orkunotkun um tæplega 40% sem ætlað er að lækki orkukostnað um 4,4 milljónir bandaríkja dollara á ári.

Byggingin er 2.850.000 fermetra og er áætlað að hún þurfi um 55 milljónir KW klst endurnýjanlegra orkugjafa á ári, Með þessari framkvæmd er áætlað að komið verði í veg fyrir losun á um 45 milljónum tonna CO2 á ári ef miðað er við að annars hefði verið notað jarðefnaeldsneyti.

Það er trú forsvarsmanna byggingarinnar að með því að fara þessa leið muni það gefa þeim samkeppnisforskot meðal annars við að laða að öfluga og góða leigjendur í bygginguna. Þeir binda einnig vonir við að þetta verði hvatning fyrir aðra eigendur og umsjónarmenn bygginga í NY til að huga betur að notkun og þekkingu á umhverfisvænni orku sem og orkusparandi aðgerðum.

Hér er um að ræða gott dæmi sem sýnir að á sama tíma og vitund fólks hefur almennt verið að aukast hvað varðar notkun á umhverfisvænni orku að þá séu einnig viðskiptalegir hagsmunir farnir að hafa áhrif á að valin sé frekar umverfisvænni orka og hugað að orkusparandi aðgerðum. Segja má því að umhverfissjónarmið séu að verða sterkari hvatar í viðskiptum sem verður vissulega að teljast mjög jákvætt fyrir jarðarbúa,“ segir í frétt Kolku.