Tal hóf í morgun að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endalaust tal og sms, líkt og Síminn og Vodafone gerðu um helgina. Alterna byrjaði að bjóða slíka vöru síðastliðið haust. Alterna hóf að bjóða slíka vöru síðastliðið haust.

Áskriftaleiðin hjá  Tal kostar 5.590 krónur. Einnig fylgir gagnamagn upp á 250 MB og því hentar leiðin sérstaklega vel fyrir þá sem eru með snjallsíma. Einnig er í boði aukakort fyrir fjölskylduna og geta aðrir fjölskyldumeðlimir fengið endalaust tal og sms á aðeins 2.980 krónur.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir neytendur og þá sérstaklega þá sem tala mikið eða eru duglegir að senda SMS,“ segir Guðmundur Halldór Björnsson, sölu- og markaðsstjóri Tals.

---------------
ATH: Fyrr í dag var fullyrt í þessari frétt að Tal væri þriðja fyrirtækið til að bjóða þessa umræddu vöru. Það er rangt því í þeirri upptalningu gleymdist Alterna. Tal er því fjórða fyrirtækið en ekki þriðja sem býður vöruna.