Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um uppstillingu á lista flokksins. „Við erum að ræða allar þær hugmyndir sem við höfum,“ segir hann.

Ein þessara leiða sé vissulega að halda leiðtogaprófkjör og raða síðan á listann samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðsfundar. Við erum að ræða allar þær hugmyndir sem við höfum, þessar grunnleiðir til að vera með uppstllingu,“ segir hann.

Ein leiðin sé vissulega að fara í hefðbundið prófkjör. Önnur möguleg leið sé ný, en hún sé sú að fulltrúaráðið raði á listann. „Við gætum farið í leiðtogaprófkjör og þá þyrftum við að ákveða með hvaða hætti við gætum þá raðað restinni,“ segir Óttarr. „En ég ítreka að það er ekki búið að taka neina ákvörðun um það. Þetta er allt á umræðustigi,“ segir Óttarr.