*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 12. júní 2019 12:32

Endor og Íslandshótel semja

Íslandshótel hefur samið við íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor um alrekstur á tölvukerfum hótelanna.

Ritstjórn
Davíð Kristjánsson, sölustjóri Endor og Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela handsala samninginn.
Aðsend mynd

Íslandshótel hefur samið við íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor um alrekstur á tölvukerfum hótelanna. Endor sér um að hýsa og reka öll tölvukerfi Íslandshótela, sem er stærsta hótelkeðja landsins, en reksturinn er sniðin sérstaklega að þörfum Íslandshótela.

Útvistun á rekstri tölvukerfa er hagkvæm og skilvirk leið fyrir fyrirtæki sem vilja forðast miklar fjárfestingar í tæknbúnaði en vilja öruggt og sveigjanlegt tölvu- og netkerfi. Fyrirtæki geta þannig einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Endor rekur öll tölvukerfi Íslandshótela ásamt því að sjá um alla notendaþjónustu og víðnetsrekstur.

Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela: „Rekstur Íslandshótela er mjög krefjandi þar sem aðgengi, öryggi og hraði kerfisins skiptir miklu máli. Endor tikkaði í öll box og þrátt fyrir að vera minna félag en margir stórir þjónustuaðilar sem við höfum verslað við, hefur þjónustan verið frábær. Sérfræðingar félagsins heimsóttu meðal annars allar starfsstöðvar Íslandshótela og gerðu mjög ítarlega greiningu á rekstrinum, sem gerði það að verkum að yfirtaka Enor á rekstri kerfisins gekk hnökralaust.“

Davíð Kristjánsson, sölustjóri Endor: „Rekstur Íslandshótela er gríðarlega umfangsmikill, en alls eru rekin 17 hótel undir þeirra hatti. Við sjáum um að hýsa og reka tölvukerfi Íslandshótela svo þau geti einbeitt sér að því sem þau gera best. Íslandshótel gera miklar kröfur um öryggi og sveigjanleika þjónustunnar og við klæðskerasaumuðum lausn sem hentar þeirra rekstri. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í Endor að halda áfram að vinna í spennandi verkefnum með Íslandshótelum.“

Endor er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga í upplýsingatækni og nýtir til þess meðal annars nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu. Vöxtur Endor hefur verið hraður frá stofnun árið 2015 og vinnur félagið nú með fjölbreyttum alþjóðlegum hópi viðskiptavina og samstarfsaðila. Má þar nefna Atos, Íslandsbanka, DK hugbúnaðarhús, BMW, Verne Global, RÚV og Reiknistofu bankanna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is