Tekjur ofurtölvufyrirtækisins Endor námu einum og hálfum milljarði króna í fyrra og drógust saman um 4,5% milli ára, og hagnaður helmingaðist og nam 35 milljónum.

Heildareignir námu 273 milljónum í árslok 2018 og og eigið fé 152 milljónum. Launagreiðslur námu 87 milljónum og ársverk voru 11.

Tilkynnt var um kaup Sýnar á Endor í júlíbyrjun og kaupsamningur undirritaður í byrjun þessa mánaðar, en kaupin bíða enn samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Gunnar Guðjónsson er framkvæmdastjóri Endor.