Samheitalyfjafyrirtækið Actavis horfir nú í kringum sig og leitar eftir yfirtökum í Suður-Evrópu og á Indlandi, segir Róbert Wessman, forstjóri félagsins, í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Actavis keypti átta fyrirtæki á árinu, þar á meðal bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide og samheitalyfjaeiningu bandaríska lyfjafélagins Alpharma fyrir samtals rúmlega 1.3 milljarða Bandaríkjadala.

Róbert segir stöðu félagsins nú sterka í Bandaríkjunum og að Actavis horfi nú frekar til Indlands og Suður-Evrópu. Hann telur að tækifæri liggi í Suður-
Evrópu, þar sem samheitalyfjafyritæki hafa ekki teygt sig þangað af sama krafti.

?Langtímamarkmið okkar er að vaxa og þess vegna verðum við að vera með starfsemi þar," segir Róbert.

Róbert væntir frekari samþjöppunar á samheitalyfjamarkaði og segir að fimm eða sex fyrirtæki muni ráða yfir heimsmarkaðnum á næstu árum.

?Stóru fyrirtækin munu verða enn stærri og sterkari," segir Róbert.

Actavis er nú fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og hafa sölutekjur félagsins aukist úr 57 milljónum evra árið 1999 í 1,3 milljarða evra á þessu ári ef áætlanir standast. Um 30% af tekjum Actavis munu koma frá Bandaríkjunum á þessu ári, en þær vöru nánast engar þar árið 2004.

Róbert segir félagið áfram sérhæfa sig í samheitalyfjageiranum, ólíkt mörgum örðum svipuðum fyrirtækjum sem einnig fjárfesta í vörum með einkaleyfi á sölu.

?Við erum sérfræðingar í samheitalyfjum og það gerum við best," sagði Róbert.