Danska fasteignafélagið Keops, sem er að stórum hluta í eigu Baugs, hefur keypt 84 fasteignir í Svíðþjóð fyrir 2,36 milljarða danskra króna, sem samsvarar 23,7 milljörðum íslenskra króna. Félagið greindi frá kaupunum í dag.

Baugur greiddi 564 milljónir danskra króna fyrir 29% hlut í félaginu á síðasta ári, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna.

Keops keypti eignirnar af GE Commercial Finance Real Estate, sem er fasteignaeining bandaríska stórfyrirtækisins General Electric.