*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Innlent 5. desember 2019 18:24

Endurfjármagna fyrir 4,3 milljarða

Icelandair hefur tryggt sér 4,3 milljarða lán til endurfjármögnunar skulda sem greiddar voru upp fyrr á árinu.

Ritstjórn
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group.
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur gengið frá lánasamningi að fjárhæð 4,3 milljarðar króna eða 35 milljónir Bandaríkjadala við bandaríska bankann CIT Bank til fimm ára. Um er að ræða endurfjármögnun í kjölfar uppgreiðslu skuldabréfaflokks félagsins fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Haft er eftir Evu Sóleyju Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, að fjármögnunin renni „enn styrkari stoðum undir góða fjárhagsstöðu Icelandair Group. Það er ánægjulegt að fá svo reyndan fjármögnunaraðila að borðinu sem deilir trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.”

Stikkorð: Icelandair