Endurfjármögnun Emmessíss lauk nýlega en nýir eigendur ísframleiðandans hafa lagt til um 70 milljónir króna síðan í ágúst. Fyrirtækið hefur barist í bökkum síðustu ár, en nýr framkvæmdastjóri er bjartsýnn nú þegar sér fyrir endan á fjárhagslegri endurskipulagningu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessíss, segir að hlutafjáraukningin sem hófst í ágúst var gerð í tveimur skrefum og að nýi hluthafahópurinn hafi keypt út gamla eigandann í leiðinni.

Hópur fjárfesta undir forystu Einars Arnar Jónssonar, sem er oft kenndur við Nóatún, eignaðist 90% hlut í ísframleiðandanum í ágúst. Þá lögðu meðlimir fjárfestahópsins nýtt hlutafé upp á 50 milljónir króna og nú hefur hópurinn keypt síðustu 10%.