Gríska þingið hefur samþykkt lög sem er ætlað að endurfjármagna bankana. Lagafrumvarpið kemur í kjölfar úttektar evrópska seðlabankans sem sagði að grískir bankar þyrftu meira en 14,4 milljarða evra til að standa af sér aðra niðursveiflu í grísku efnahagslífi. Reuters greinir frá

Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að björgunarsjóður bankanna muni hafa fulla heimild til að nýta atkvæðarétt á hlutabréfum sem sjóðurinn hefur keypt. Sjóðnum er ætlað að taka virkari þátt í stjórnun bankanna, þ.m.t. að meta stjórnun og stjórnendur bankanna. Ríkisstjórn Grikklands í kjölfar laganna mun ákveða hversu mikið af skuldabréfum í verður keypt af bönkunum

Alþjóðlegur hópur lánveitenda hefur lagt til hliðar 25 milljarða evra til að endurfjármagna bankana í þriðja lið björgunaráætlun Grikklands, en samtals mun Grikkland fá lánað um 86 milljarða evra, eða um 12.123 milljarðar króna.