Hinn 2. janúar 2008 tekur gildi ný flokkun á félögum skráðum á OMX Nordic Exchange eftir markaðsvirði í Nordic Large Cap, Mid Cap og Small Cap sem og á listavísitölum þessara flokka. Alls 45 félög færast í annan flokk þar sem markaðsvirði þeirra hefur breyst.

Sænskum, finnskum, dönskum og íslenskum félögum sem skráð eru á Nordic Exchange er skipað í þrjá flokka eftir markaðsvirði: Nordic Large Cap, Mid Cap og Small Cap. Eftirfarandi breytingar verða gerðar á flokkun félaganna:

1 félag færist úr Mid Cap í Large Cap

5 félög færast úr Small Cap í Mid Cap

16 félög færast úr Large Cap í Mid Cap

23 félög færast úr Mid Cap í Small Cap

Listavísitölurnar taka breytingum samkvæmt meðalgengi bréfa í hverjum flokki í Nóvember 2007.

Large Cap flokkurinn samanstendur af félögum með markaðsvirði sem nemur 1 milljarði evra eða meira, Mid Cap flokkurinn af félögum með markaðsvirði sem nemur 150 milljónum til eins milljarðs evra og Small Cap flokkurinn af félögum með markaðsvirði sem nemur minna en 150 milljónum evra. Flokkarnir eru uppfærðir hálfsárslega í janúar og júlí.