Exista
Exista
© BIG (VB MYND/BIG)
Exista hefur gert samkomulag við þá Erlend Hjaltason og Sigurð Valtýsson, fyrrum forstjóra Existu, og aðra fyrrverandi stjórnendur fyrirtækisins um að þeir greiði að fullu til baka bónusgreiðslur sem voru veittar árið 2009. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Existu, að það hafi átt að vera ljóst að fyrirtækið hefði ekki efni á að greiða þessa bónusa.

Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun júní að Exista greiddi út bónusa til forstjóra félagsins og framkvæmdastjórnar á árinu 209 vegna framistöðu ársins á undan. Exista tapaði 206,3 milljörðum króna á því ári.

Hæstu bónusarnir sem voru greiddir út voru í kringum 10 milljónir króna, sem runnu til forstjóranna.