Landsbankinn var nýverið dæmdur í Hæstarétti til að endurgreiða fyrirtækjum alls 2,4 milljarða króna eftir að bankinn beitti röngum viðmiðum við útreikning vaxta á ólögmætum gengistryggðum lánum. Fleiri fyrirtæki gæti átt rétt á endurgreiðslu frá bankanum vegna þessa. Þetta kemur fram í frétt Vísis í dag.

Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu í þremur dómum að Landsbankinn hafi ranglega og með ólögmætum hætti endurreiknað vexti af gengistryggðum lánum en bankinn taldi sig eiga viðbótarkröfu á hendur lántakanda vegna endurútreiknings vaxta.

Hæstiréttur komast að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum bæri að greiða Festum ehf. forvera Ræsis hf. tæplega 269 milljónir króna, Hraðfrystihúsi Hellissands rúmlega 1100 milljónir króna og Guðmundi Runólfssyni ehf. tæpan milljarð króna. Alls námu endurgreiðslurnar því rúmlega 2,4 milljörðum króna.