Chrysler endurgreiddi í gær lán frá ríkissjóðum Bandaríkjanna og Kanada sem námu um 7,6 milljörðum dala.

Lánin voru með háum vöxtum og telur Sergio Marchionne forstjóri Chrysler og Fiat að endurgreiðslan muni spara félaginu 300 milljónum dala á ári, um 35 milljarða íslenskra króna.

Hlutur Fiat í Chrysler hækkaði um 16% við endurgreiðsluna, úr 30% í 46%.  Marhionne sagði að Fiat muni nýta sér kauprétt að 5% til viðbótar áður en árið er á enda.