*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 5. maí 2013 14:35

Endurgreiðsla vaxta ekki skattskyld

Endurgreiðslur sem viðskiptavinir Íslandsbanka fengu fyrr í ár er ekki skattskyld.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þeir vextir sem Íslandsbanki endurgreiddi stórum hópi viðskiptavina sinna fyrr á þessu ári eru ekki skattskyldir. Þetta segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um skattalega meðferð á endurgreiðslu á vöxtum.

Sem kunnugt er endurgreiddi Íslandsbanki um 20 þúsund viðskiptavinum sínum um 30% af þeim vöxtum sem þeir greiddu af húsnæðislánum og öllum almennum skuldabréfalánum hjá bankanum á síðasta ári. Heildarvirði endurgreiðslunnar var um 2,5 milljarðar króna. Hver viðskiptavinur fékk að meðaltali um 120 þúsund krónur en hæst 500 þúsund krónur. Guðný Helga segir að Íslandsbanki hafi sent Ríkisskattstjóra leiðréttingu á greiddum vöxtum viðskiptavina sem taki mið af endurgreiðslunni. Rétt vaxtagjöld fyrir árið 2012 hafi því birst í forskráðum vaxtagjaldareitum skattaframtala viðskiptavina bankans.

Stikkorð: Íslandsbanki