Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það mat bankans að bankarnir hafi endurgreitt einstaklingum 8,5 milljarða króna vegna ofgreiddra gengistengdra lána. Það hafi haft sín áhrif á aukna einkaneyslu á seinni hluta ársins 2010.

Jafnframt hafi fólk haldið áfram að taka út séreignarsparnað, skuldir verið endurskipulagðar, húsnæðisverð hækkað og vextir lækkað. Þetta gerir það að verkum að einkaneysl aukist hægt og er gert ráð fyrir að einkaneysla vaxi um 3% á ári 2011 til 2013. Það er kallað hægur bati.

Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabankanum vegna ákvörðunar um að halda vöxtum bankans óbreyttum.