Eftir þau fjölmörgu mál sem fallið hafa fyrir dómstól- um landsins í tengslum við gengistryggingu lána er ljóst að mörg fyrirtæki í landinu hafa átt rétt á endurgreiðslu frá bönkunum. Fregnir hafa borist af því að sum

þessara fyrirtækja hafi átt í erf- iðleikum með að sækja rétt sinn til bankanna, þar sem bankarnir hafi til að mynda skýlt sér á bak við réttaróvissu um uppgjör lánanna eða telja sig þurfa lengri tíma til að reikna út kröfuna.

Stutt í að margar kröfur fyrnist

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lög- maður á Málflutningsstofu Reykja- víkur, segir að óráðlegt sé að gera ekki neitt og að vonast til þess að góðir hlutir falli af himnum ofan.

„Ég er hræddur um að fjölmörg fyrirtæki séu ekki að sækja rétt sinn, ef til vegna hugmynda um að gjaf- mildi bankamaðurinn muni á end- anum koma færandi hendi án þess að eftir því sé leitað af neinum krafti," segir Páll. Hann bendir á að í mörgum tilvikum taki fyrirtæki, eða einstaklingar, orð bankans trú- anleg fyrir því að krafan sé ekki til staðar. Þetta sé óvarlegt og órökrétt.

„Í fyrsta lagi þá verður kröfuhafi að krefja bankann um greiðslu og ganga á eftir þeirri greiðslu. Í öðru lagi þá tekur sá sem situr athafna- laus þá áhættu að krafa hans glat- ist til dæmis sökum fyrningar, tómlætis eða af öðrum ástæðum," segir Páll. Hann bætir við að aðilar verði því að sækja kröfur sínar og ganga á eftir greiðslu þeirra. „Stutt er í að margar kröfur fari að fyrnast og kröfuhafar verða að höfða mál til að rjúfa þá fyrningu. Fyrnd krafa er glatað fé," segir Páll og bendir á að kröfuhafi eigi ekki að treysta á það að skuldarinn dæmi sjálfur um hvort krafa sé til staðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.