Forseti Argetínu, Mauricio Macri, fékk á dögunum samþykkta endurgreiðsluáætlun sína sem ætti að binda enda á deilur ríkisins við lánadrottna sem gengið hafa á í 15 ár. Ríkið hefur verið í vanskilum á 100 milljarða dollara láni frá árinu 2001.

Þessar áralöngu deilur hafa meðal annars hindrað aðgengi Argentínu að erlendum lánamörkuðum og torvelt viðskipti í landinu.

Samningurinn var samþykktur í kjölfar 12 klukkustunda umræður í þinginu. Forsetinn hafði áður varað lögjafann í landinu við því að andstaða við samkomulagið gæti haft í för með sér enn frekari vandamál fyrir Argentínu í alþjóðlegum viðskiptum og að fjárfestar haldi áfram að forðast landið.