MP banki hagnaðist um 465 milljónir króna fyrir skatta á fyrsta ársfjórð- ungi í ár og var ársfjórðungurinn sá besti í sögu bankans. Um helmingur af hagnaðinum skýrist af bakfærslum af áður gerðum niðurfærslum. Sigurður Atli Jónsson, bankastjóri MP, segir varúðarfærslurnar tengjast eldra lánasafni. Í einhverjum tilvikum hafi endurheimtur tekist sem skýri að hluta jákvæða afkomu.

Til samanburðar nam hagnaður MP banka 250 milljónum króna eftir skatta í fyrra. Afskriftir lituðu uppgjörið en alls voru um 670 milljónir afskrifaðar á árinu. Þar af voru um 558 milljóna varúðarfærslur vegna eignasafns sem fylgdi bankanum þegar nýir eigendur keyptu bankann á árinu 2011. Þessar varúðarfærslur að einhverju leyti verið bakfærðar, og hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans á fyrstu mánuðum þessa árs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.