Höfðuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfðuðstöðvar Landsvirkjunar.
© BIG (VB MYND/BIG)

Landsvirkjun hefur samþykkt að kaupa til baka erlent skulabréf að nafnvirði 40 milljóna svissneskra franka, jafnvirði 5,4 milljarða króna. Skuldabréfið fellur á gjalddaga á árinu 2012.

Endurkaupin eru liður í skulda- og lausafjárstýringu Landsvirkjunar þar sem rúm lausafjárstaða er notuð til að lækka fjármagnskostnað fyrirtækisins.

"Þetta er liður í því sem við höfum verið að standa fyrir að endurfjármagna lán, draga úr lánaskuldbindingum og styrkja okkar stöðu. Þetta leið sem stjórnendur Landsvirkjunar vonast til að geta notað meira á næstunni," sagði Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Aðspurð um lækkunar fjármagnskostnaðar með þessu móti sagði Ragna að erfitt væri að gefa tölu um hversu mikið þetta muni lækka fjármagsnkostnaðinn.