Vilhjálmur Svan Vilhjálms­son, verslunarstjóri hjá Herragarðinum í Kringl­ unni, segir að helsta breytingin í dag sé hvað menn eru orðnir frjálslegir í vali á skyrtum. „Það hefur í raun orðið sprenging í fjölbreytileika og nú vilja menn skyrtur með mislitum tölum, öðruvísi efni í kraga eða öðrum smáatriðum sem gera þær öðru­ vísi en skyrtu náungans. Sala á skyrtum er meiri í dag en hún hefur verið síðustu árin en um leið minna um að menn kaupi einlitar og klassískar skyrtur nema til brúks í vinnunni.“

,,Old school look" í tísku

Herragarðurinn býður upp á mikið úrval af jakkafötum en að sögn Vilhjálms er töluverð eftir­ spurn eftir vönduðum hversdagsklæðnaði. „Stakir jakkar með karakter og kakíbuxur í lit eru allt leið­ir til að skapa eigin stíl og sérstöðu.
Auðvitað eru svo þeir sem vilja vera herralegri í klæðaburði og kjósa merkjavöru. Merki eins og Sand, Ralph Lauren og Polo eru öll klassísk og ,,old school look" er mikið í tísku hjá mörgum yngri mönnum".

Nánar er fjallað um málið í Jólahandbókinni sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.