Hlutabréf Kodak, fyrrum leiðtoga í filmubransanum, hafa hækkað um 1.481% í vikunni. Fyrirtækið tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði tryggt sér 765 milljóna dollara lán í gegnum nýja ríkisáætlun bandarískra stjórnvalda, sem var sett á fót til að flýta innlendri framleiðslu á lyfjum.

Markaðsvirði Kodak hefur hækkað úr 92 milljónum í 1,5 milljarða dollara. Viðskipti með hlutabréfin voru tímabundið stöðvuð meira en tólf sinnum á fyrstu tveimur klukkutímum frá opnun New York Kauphallarinnar.

Kodak, sem sótti um greiðslustöðvun árið 2011, stefnir á að framleiða efni sem verða notuð í samheitalyfjum og jafnvel lyfjum fyrir meðhöndlun Covid-19 veirunnar, er haft eftir stjórnarformanni Kodak í frétt Financial Times .

Notendur Robinhood, smáforrit fyrir viðskipti hlutabréfa, sem eiga í Kodak fjölgaði um meira en 100 þúsund í vikunni en þeir voru innan við tíu þúsund í byrjun vikunnar.