Íslandsbanki hagnaðist um 11,6 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 3,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að endurmat á lánasafni bankans skilaði bankanum 2,1 milljarð króna. Þetta er talsvert meira en í fyrra þegar tekjufærslan nam 410 milljónum króna.

hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi, þ.e. hagnaður eftir frádrátt einskiptiskostnaðar, s.s. hreinnar virðisbreytingar á lánabókinni, gangvirðisbreytinga vegna breyttra reikningsskilaaðferða, kostnaðar sem tengist sameiningunni við Byr og virðisrýrnunar viðskiptavildar og nettó hagnaðar vegna aflagðrar starfsemi, var 7,2 milljarðar á þessu sex mánaða tímabili samanborið 7,7 milljarða á sama tíma í fyrra.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,9% samanborið við 12,9% á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arðsemi af reglulegri starfsemi var 11,1% á þessum árshelmingi samanborið við 12,4% í fyrra.

Heildareignir Íslandsbanka í lok júní námu 789,9 milljörðum króna samanborið við 792,4 milljarða í lok mars.

Eigið fé nam 135,5 milljörðum í lok tímabilsins, sem er 10% hækkun frá áramótum.

Uppgjör Íslandsbanka