Hagnaður HS Veitna á árinu 2017 nam 4.376 milljónum króna að teknu tilliti til endurmats fastafjármuna upp á 4,1 milljarð króna, en 3.530 milljónir króna að teknu tilliti til tekjuskatts.

Án þess nemur hagnaðurinn 848 milljónum króna sem er 15,2% aukning frá árinu 2016 þegar hann nam 736 milljónum króna, sem kemur fyrst og fremst til vegna aukinnar orkunotkunar segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

EBITDA félagsins var 2.160 milljónir króna, og EBITDA hlutfallið 34,6% árið 2017 á móti 1.899 milljónum króna, og 32,9% árið 2016. Eiginfjárhlutfall félagsins var 50,4% í lok ársins en í byrjun árs var það 42,3%. Veltufjárhlutfallið fór á sama tíma úr 2,52 í 0,68.

Hluthafar HS Veitna hf. eru fjórir, en í lok ársins áttu þrír hluthafar yfir 10% eignarhlut, það eru Reykjanesbær með 50,10%, HSV Eignarhaldsfélag slhf. með 34,38% og Hafnarfjarðarbær með 15,42%.