Endurreistu bankarnir þrír, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, endurmátu lánasöfn sín um 44,2 milljarða króna á fyrri helmingi ársins samkvæmt uppgjörum bankanna fyrir það tímabil.

Þar vegur þyngst 23,8 milljarða endurmat Íslandsbanka.

Endurmatið nam 8,7 milljörðum hjá Arion banka og 11,6 milljörðum hjá Landsbankanum.

Virðisrýrnun útlána nam í heild rúmlega 30 milljörðum. Þar af nam virðisrýrnun hjá Íslandsbanka um 21,8 milljörðum, Landsbanka 3,9 milljörðum og Arion banka 4,2 milljörðum.