Íslandsbanki hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við Fitch Ratings um lánshæfismat. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

Ákvörðun Íslandsbanka er tekin út frá hagkvæmissjónarmiðum og mun bankinn halda áfram vinna með S&P Global Ratings með opinni og gagnsærri upplýsingagjöf til að styðja við lánshæfismatsvinnu fyrirtækisins tengdri Íslandsbanka.

Íslandsbanki er í dag með lánshæfismat upp á BBB+/A-2 með stöðugum horfum hjá S&P Global Ratings sem var staðfest í júlí 2018 af fyrirtækinu.

Bankinn mun birta afkomu ársins 2018 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. febrúar næstkomandi. Aðalfundur Íslandsbanka mun svo fara fram 21. mars næstkomandi.