Mjólkursamsalan opnaði í gær endurnýjaða vinnslustöð á Selfossi. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, var viðstaddur og ræsti stærstu mjólkurpökkunarvél búsins. Mjólkurvinnsla á Selfossi mun aukast verulega, eða um 40%, þegar 20 lítra mjólkurpökkun mun flytjast frá Reykjavík. Fjárfestingar í Selfossbúinu á síðustu fjórum árum nema nú rúmlega einum og hálfum milljarði króna.

„Markmið fyrirtækisins er að tryggja neytendum mikið vöruúrval og vörugæði og hagkvæmt vöruverð. Uppbyggingin á Selfossi styrkir fyrirtækið í sókn að þessum markmiðum. Við erum þegar komin með á markað fyrstu nýjungarnar í drykkjarvörum og neyslumjólk í breyttum umbúðum. Von er á enn fleiri nýjungum í öllum þessum vöruflokkum“, sagði Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í gær.

Við opnun endurnýjaðrar stöðvar í gær voru viðstaddir auk ráðherra, starfsmenn, núverandi og fyrrverandi, þingmenn og sveitarstjórnarmenn og fulltrúar verslunarinnar.

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan
© Aðsend mynd (AÐSEND)