Sigurður Helgason, fyrrverandi stjórnarformaður Flugleiða segir í viðtali við Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins, að það sé áhyggjuefni hvernig Icelandair getur staðið að endurnýjun flugvéla sinna.

,,Icelandair hefur forskot í því að vera aðeins með eina tegund flugvéla, Boeing 757. Í því felst mikil hagræðing. Það er hins vegar áhyggjuefni hvaða flugvélar taka við af 757 vélunum því ekki verður notast við þær endalaust. Ekki eru í boði hjá framleiðandanum neinar vélar sambærilegar við 757. Þær eru annaðhvort stærri eða minni. Í þessu felst mikil óvissa varðandi framtíðarkost flugflotans. Boeing er með í athugun minni útgáfu af 787 (Dreamliner), en þær verða líklega ekki fáanlegar á næstu 8 til 12 árum," segir Sigurður í viðtalinu.