Samkvæmt tilkynningu SAS í morgun er ljóst er að norska ríkið mun ekki eignast hlut í flugfélaginu á ný. Sú hugmynd var viðruð eftir að ljóst var að félagið þyrfti aðstoð vegna áhrifum af COVID-19. Frá þessu er greint á vef Túrista.

Flugfélagið mun fá um 12 milljarða sænskra króna, um 179 milljarða íslenskra króna, en helmingur upphæðarinnar kemur í gegnum hlutafjárútgáfu og hinn helmingurinn með útgáfu skuldabréfa.

Stærstu hluthafar SAS, danska og sænska ríkið auk Wallenberg sjóðsins, munu leggja félaginu til stærsta hluta upphæðarinnar en ekki liggur fyrir hvernig eignarhlutföllin breytast í kjölfarið. Í dag er sænska ríkið stærsti hluthafinn í SAS með tæp 15 prósent en danska ríkið með rúm fjórtán prósent. Wallenberg sjóðurinn á um 6 prósent.

Á sama tíma mun SAS grípa til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða sem eiga að skila um fjórum milljörðum sænskra króna. Hluti af því eru hinar gríðarlegu uppsagnir sem boðaðar hafa verið. Þannig verður starfsmönnum félagsins fækkað úr ellefu í fimm þúsund. Auk þess er vonast til að vinnuframlag þeirra sem eftir eru muni aukast um 20 til 25 prósent.