Fá  íslensk fyrirtæki hafa horft upp á jafn miklar breytingar til góðs á rekstrarumhverfi sínu á undanförnum árum heldur en Icelandair Group. Óhætt er að segja að félagið hafi nýtt þau tækifæri sem fólust í aukinni vitund um Ísland sem ferðamannastað. Félagið nærðist á ferðaþjónustusprengingunni, en hefur einnig tekið stóran þátt í að gera hana að veruleika.

Árið 2009 var Icelandair Group í talsverðum vexti, en af koma félagsins var lök. Vaxtagjöld voru þungur baggi á rekstrinum og tóku til sín stóran hluta af rekstrarhagnaðnum. Þá   skiluðu dótturfélög í Austur-Evrópu, hið lettneska SmartLynx og hið tékkneska Travel Service, miklu tapi. Árið 2009 var 6,1 milljarður króna gjaldfærður vegna afskrifta tengdra  þessum tveimur félögum. Til samanburðar var EBITDA Icelandair Group 8,1 milljarður króna árið 2009.

Það var um þetta leyti sem Icelandair Group tók ákvörðun um að einbeita sér að innri vexti  og aukinni ferðamennsku til Íslands utan háannatíma. Tekin var ákvörðun um að selja bæði erlendu flugfélögin og að ná aukinni samlegð milli annarra rekstrareininga.

Nánar er fjallað um málið í Framúrskarandi fyrirtækjum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .