Fjárhagslegri endurskipulagningu BNT, eiganda N1 og Umtaks, mun ljúka fyrir mitt þetta ár, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra BNT og forstjóra N1. Samstæðan skuldar að minnsta kosti um 60 milljarða króna samkvæmt síðustu birtu ársreikningum félaganna.

Lán bæði Umtaks og BNT eru fallin í gjalddaga. Íslandsbanki er langstærsti kröfuhafi samstæðunnar. N1 er einnig útgefandi skuldabréfaflokks sem margir lífeyrissjóðir keyptu bréf úr. Hann er á gjalddaga í maí næstkomandi.

Að sögn Hermanns er stefnt að því að klára endurskipulagninguna fyrir vorið. „Það hefur verið unnið stíft í þessu máli undanfarnar vikur en það er ofsögum sagt að farið sé að hilla undir einhverja niðurstöðu.“ Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, vildi ekki tjá sig efnislega um framgang málsins en sagði það vera í ferli