Óeirðir
Óeirðir
Óvissa ríkir um endurfjármögnun lána gríska ríkisins hjá frönskum og þýskum bönkum eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti um að núverandi aðferðir við endurfjármögnun jafngildi gjaldþroti í einkunnargjöf S&P.

Fjármögnun hefur byggt á að matsfyrirtækin lækki ekki einkunnir skulda Grikklands. En S&P tilkynnti um í morgun að lenging lána, líkt og stendur til að gera, jafngildi greiðslufalli. Matsfyrirtækið Fitch hefur tekið í sama streng og sagt að ef aðgerðirnar líti út líkt og um greiðslufall sé að ræða, þá verði gefnar einkunnir eftir því.