Tap Arctic Trucks á Íslandi nam tæplega 150 milljónum króna á síðasta ári og jókst um 94 milljónir frá fyrra ári. Velta nam 895 milljónum króna á síðasta ári en árið áður nam veltan 1,2 milljörðum. Eignir námu 536 milljónum og eigið fé nam 4 milljónum.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að lausafjárstaða félagsins sé erfið en það hafi verið í endurskipulagningu, náð hagstæðum samningum og fengið fjárhagsaðstoð frá hluthöfum. Emil Grímsson er framkvæmdastjóri móðurfélagsins Arctic Trucks International.