Unnið er að því innan Íslandsbanka að endurskipuleggja rekstur og fjárhag Icelandair Group og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki innan skamms, segir BjörgólfurJóhannsson, forstjóri félagsins í samtali við Viðskiptablaðið.

Fjárhagsstaða Icelandair Group, móðurfélags Flugfélags Íslands og Icelandair, er erfið og eru skammtímaskuldir fyrirtækisins sérstaklega íþyngjandi þótt grunnrekstur einstakra eigna, s.s. Icelandair, sé traustur.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður einblínt á að selja erlendar eignir félagsins og halda íslenskum einingum þess og selja þær síðan sérstaklega.

Íslandsbanki er stærsti einstaki eigandi félagsins og er vinnan við endurskipulagninguna langt komin.