Endurskipulagningu fasteignafélagsins Landic Property Ísland er enn ekki lokið en Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að hún „líti ágætlega út," eins og hann orðar það.

Félagið tilheyrir Landic Property hf. sem fékk í ágúst síðastliðnum heimild til greiðslustöðvunar til 6. nóvember. FL Group/Stoðir var áður stærsti hluthafinn í félaginu.

Í sumar var gert samkomulag við Nýja Landsbankann, Nýja Kaupþing, Íslandsbanka og Glitni um endurskipulagningu íslenska hlutans.

Félagið á 132 fasteignir víða um land og segir Örn að rekstur íslenska eignasafnsins gangi ágætlega.

Nýtingarhlutfallið er samkvæmt vef félagsins 98,3%.

Sautján starfsmenn starfa hjá félaginu.