Viðmælendur Viðskiptablaðsins úr röðum endurskoðenda vísa því algjörlega á bug að endurskoðendur beri á nokkurn hátt ábyrgð á hruni fjármálakerfisins.

Verkefni endurskoðenda sé að láta í ljós álit á reikningsskilum eins og þau voru hjá til dæmis bönkunum í lok júní. Engin leið hafi verið fyrir þá að sjá fyrir hvað gerðist nokkrum mánuðum síðar.

Engin þörf sé á því að breyta þeim lögum og reglum sem endurskoðendur starfa eftir.

„Það sem olli falli bankanna var að laust fé þornaði upp,“ segir Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG. „Allir mælikvarðar sem endurskoðendum ber að fara eftir voru í lagi,“ segir hann enn fremur og leggur áherslu á, eins og aðrir viðmælendur blaðsins, að hlutverk endurskoðenda sé ekki að spá fyrir um framtíðina heldur leggja mat á fortíðina. Ýmislegt geti gerst eftir lok reikningsárs.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .