Alþjóðabankinn (World Bank) telur líklegt að hagvöxtur í Kína muni verða sá minnsti í sex ár á þessu ári vegna hægagangs og líklegs samdráttar í alþjóðlegu efnahagslífi.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings segir að fyrri spá geri ráð fyrir 10,8% hagvexti árið 2008 en nú hefur spáin verið endurskoðuð í 9,6%. Fyrst og fremst ættu áhrifin að verða á fjárfestingu og útflutning en gert er ráð fyrir að innlend eftirspurn verði áfram sterk.