*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 2. júní 2017 08:16

Endurskoða kaup á sérfræðiþjónustu

Fjármálaráðuneytið tekur undir ábendingu Ríkisendurskoðunar um að bæta þurfi formkröfur samnings við lögmannstofuna Juris.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármála- og eftirlitsráðuneytið tekur undir ábendingu Ríkisendurskoðunar um að bæta þurfi formkröfur samnings um kaup á sérfræðiþjónustu vegna þjóðlendumála. Hefur ráðuneytið átt viðskipti við lögmannsstofuna Juris vegna þessa. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 

Í gær var greint frá því að lögfræðistofan Juris hafi fengið greiddar 107 milljónir fyrir þjónusu fyrir fjármálaráðuneytið á árunum 2013 til 2015. Einnig var bent á að hluti eigenda stofnunnar hafi gengt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Þó er tekið fram að líkt og fram kemur í skýrslunni er undirbúningur vegna málsmeðferðar og málflutningur fyrir dómstólum undanskilinn lögum um opinber innkaup þó ávallt skuli gæta að leiðbeiningum og góðum starfsháttum við val á sérfræðiþjónustu, sem eiga að tryggja hagkvæmni, gæði þjónustu, jafnræði seljenda, gagnsæi og verðsamanburð. „Ráðuneytið telur að framangreind atriði hafi verið uppfyllt í viðskiptum við Juris vegna þjóðlendumála,“ segir þar.