Nauðsynlegt er að móta heildstæða og skýra stefnu í heilbrigðismálum almennt, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni leggur hann út af viðtali við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítala, í Viðskiptablaðinu á dögunum. Þar var meðal annars rætt um forgangsröðun vegna kostnaðarsamra lyfjameðferða. Páll spurði hvar draga ætti mörkin, eða hvort það ætti yfirleitt að draga mörkin þegar kemur að dýrum lyfjameðferðum.

Stjórnvöld verða að draga vagninn en kalla alla hagsmunaaðila að umræðunni. Endurskoða þarf umgjörð lyfjamála á Íslandi í heild sinni. Hvernig má það t.d. vera að litla sem enga athygli veki þegar yfirlæknar LSH segja opinberlega að síðustu ár hafi upptaka nýrra lyfja, þar með talið krabbameinslyfja, verið mjög takmörkuð hér á landi? Ísland er því miður að dragast aftur úr þegar kemur að meðferðarúrræðum og það er alvarlegt mál sem þarnast umræðu í samfélaginu með þverfaglegri aðkomu vísindasamfélagsins stjórnmálamanna og almennings,“ segir Jakob Falur.