Dr. Kristofer Neslund, prófessor í reikningsskilum við Ashland háskóla í Bandaríkjunum, kom hingað til lands á vegum Fulbright stofnunarinnar í ársbyrjun og kenndi önn við Háskóla Íslands. Dr. Neslund var ómyrkur í máli þegar Viðskiptablaðið ræddi við hann um frammistöðu endurskoðunarfyrirtækja undanfarin 30 ár, en hann hélt erindi um málið fyrr á árinu.

Neslund segir endurskoðendur margoft hafa brugðist skyldum sínum og að engin batamerki séu sjáanleg. Það versta sé að endurskoðendur séu ekki lengur óháðir þriðju aðilar sem fara á hlutlausan hátt yfir uppgjör fyrirtækja, heldur hafi hlutleysi þeirra og óhæði fokið út um gluggann þegar þau fóru að minnka við sig í endurskoðun og auka ráðgjafarþjónustu til mikilla muna.

„Þau áttuðu sig því miður á því að best væri að selja ráðgjöfina til sömu fyrirtækja og þau höfðu verið að endurskoða, enda væru þau þar með greiðan aðgang að stjórnendum,“ segir Neslund.

Nánar er rætt við Neslund í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .