KPMG, PWC og Ernst&Young greiddu sér 643 milljónir króna í arð í fyrra. Deloitte hefur ekki skilað ársreikningi. Hagnaður þriggja af fjórum stærstu endurskoðendafyrirtækjum landsins var 667 milljónir króna á reikningsárinu 2010. Þar af var hagnaður KPMG langmestur, eða 490 milljónir króna. Hagnaður Ernst&Young var 114,2 milljónir króna og PWC 63 milljónir króna. Hagnaður Deloitte var 219 milljónir króna á rekstrarárinu 2009 en fyrirtækið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.