Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Í ljósi þeirra miklu umsvifa sem Íbúðalánasjóður hefur og margvíslegrar áhættu sem tengist þeim er margt sem mælir með því að starfsemi Íbúðalánasjóðs eigi að falla undir lög um fjármálafyrirtæki, þótt tilskilið lágmark eigin fjár gæti verið annað en hjá öðrum fjármálafyrirtækjum.

Þetta segir í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans sem kom út í gær. Þar segir að þannig yrði fjárhagslegt eftirlit með sjóðnum á sama grunni og eftirlit með bönkum og sparisjóðum. Slíkt myndi auka aðhald með starfsemi sjóðsins.

Rifjað er upp að eftirlitsstofnun EFTA samþykkti í mars sl. eiginfjárframlag ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs, með því skilyrði að nákvæm áætlun um endurskipulagningu á félagslegu og samekkpnislegu hlutverki sjóðsins lægi fyrir í lok september 2011. Þá hefur Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu um rannsókn á þess vegum á starfsemi Íbúðalánasjóðs árin 2004­2010. Í kjölfar rannsóknarinnar á að fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs og fjármögnun húsnæðislánakerfisins á Íslandi.

Sjóðurinn í eiginfjárvanda

Eigið fé ÍLS nam 8,6 milljörðum króna í lok desember 2010 og lækkaði um 1,5 milljarða frá fyrra ári, þrátt fyrir 33 milljarða framlag úr ríkissjóði.  Eftir eiginfjárinngreiðslu ríkissjóðs nam eiginfjárhlutfall sjóðsins 2,2% og hafði því lækkað úr 3% frá árslokum 2009 þrátt fyrir framlagið. Langtímamarkmið sjóðsins er að eiginfjárhlutfallið sé yfir 5,0%.

„Ljóst er að ríkissjóður þarf aftur að leggja Íbúðalánasjóði til umtalsvert nýtt eigið fé eða víkjandi lán eigi langtímamarkmið sjóðsins um eiginfjár­ hlutfall að nást fyrir árslok 2011. Við núverandi aðstæður í ríkisfjár­málum má gera ráð fyrir að fjármagna þurfi eiginfjárframlög ríkisins með lántökum,“ segir í Fjármálastöðugleika.