Hæstiréttur dæmdi nýlega endurskoðunarfyrirtækinu KPMG, tvo starfsmenn þess og KPMG FS til að greiða Eyvindi Jóhannssyni, fyrrverandi eiganda Vinnulyftur ehf., rúmar 122 milljónir króna.

Málið er tilkomið vegna sölu Eyvindar á tveimur fyrirtækjum, Vinnulyftur ehf. og Smiðsbúðar 12 ehf., árið 2007.

Eyvindur seldi fyrirtækin til KPMG FS21, félag í eigu KPMG. Það félag varð gjaldþrota á árinu 2010 og hafði þá einungis greitt kaupverðið að hluta. Eyvindur lýsti fjórum kröfum í þrotabú félagsins en hann naut engra trygginga fyrir greiðslu kaupverðsins úr hendi FS21.

Hann krafði einnig KPMG, KPMG lausnir, KPMG FS og þessa tvo starfsmenn um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðkomu að sölunni.

Dómurinn segir að KPMG og sá starfsmaður þess, sem undirritaði skjölin um viðskiptin, hefðu vanrækt að gæta hagsmuna Eyvinds með því að gera honum ekki skýra grein fyrir þeirri áhættu sem í viðskiptunum hefði falist.